Upptekinn
Egill Orri: 'Mamma! af hverju er svona fínt hjá okkur?'
Mamma: Bara af því að það var orðið svo skítugt að mamma varð bara að þrífa
Egill Orri: Já og þá gæti enginn barnavaktari kémið (lesist barnapía komið)
****
p.s. ég fór svo einu sinni enn yfir til Matthildar til að spyrja hana hvort henni fyndist ekki mandarínan örugglega góð. Svo segja menn að riddaramennskan sé dauð!
Ég er orðinn voðalegur áhugamaður um ljósmyndun. Mamma mín leyfir mér oft að taka myndir en einn morguninn þegar mamma mín var sofandi hef ég greinilega laumast í myndavélina alveg sjálfur. Hérna eru nokkur sýnishorn af því sem mamma mín fann þegar hún hlóð af vélinni inn á tölvuna.
Já svo sannarlega upprennandi listamaður hér á ferð.
Ég sýndi áður óþekkta takta í fótbolta í dag. Hún Matthildur nágranni minn og barnapía er sko rosalega góð í fótbolta og var til í að kenna mér í dag. Ég dreif mig inn og fór í fótboltagallann minn - Manchester United - og út að spila. Mamma mín heldur að ég sé jafnvel soldið skotinn í henni Matthildi sem er alltaf svo góð við mig. Ég hef amk ALDREI sýnt minnstu tilhneigingu til fótboltaáhuga áður.