sunnudagur, júní 14, 2009

Match attax

Lífið er fótboltamyndir.

"mamma, ég fékk Van de Saar í 100 club" (borið fram hönndredd klöbb) - Mamma verður að viðurkenna að hún áttar sig alls ekki á muninum á þessu og einhverju öðru en samgleðst stráknum sínum þegar hann ljómar af stolti yfir myndum af stjörnunum sínum. Gleðin er algjör og fölskvalaus.

Er ekki dásamlegt að vera 7 (bráðum 8) og einu áhyggjur manns í lífinu eru hvort næsti fótboltapakki muni innihalda Teves í Star Player (hvað sem það nú þýðir)? Mömmu minni finnst það og vonar að áhyggjurnar mínar verði enn um sinn jafn léttvægar.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

alveg sammala mommu thinni, vona ad ahyggjurnar seu ekki staerri en thetta i bili. Naegur timi fyrir staerri ahyggjur

6:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home