fimmtudagur, maí 18, 2006

Að vera í pössun

Að láta passa mig finnst mér um það bil eitt það skemmtilegasta sem ég veit. Í kvöld til dæmis ætlar hún Matthildur að passa mig og ég hlakka alveg hreint ótrúlega til. Síðan ég kom heim úr leikskólanum er ég búin að fara tvisvar yfir til hennar. Annars vegar til að spyrja hvort hún komi ekki ÖRUGGLEGA á eftir og hins vegar til að gefa henni helminginn af mandrínunni minni. Ég er nú algjör sjarmör.
Mamma mín er farin að hafa nettar áhyggjur af íslenskunni minni. Það verður nú að segjast. Þegar ég kom heim var hún nefnilega búin að skúra allt hátt og lágt. Ég horfði í kringum um mig, andaði svo djúpt að mér og sagði:


Egill Orri: 'Mamma! af hverju er svona fínt hjá okkur?'
Mamma: Bara af því að það var orðið svo skítugt að mamma varð bara að þrífa
Egill Orri: Já og þá gæti enginn barnavaktari kémið (lesist barnapía komið)

****

p.s. ég fór svo einu sinni enn yfir til Matthildar til að spyrja hana hvort henni fyndist ekki mandarínan örugglega góð. Svo segja menn að riddaramennskan sé dauð!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Egill Orri
Amma heldur að hún verði að fara að koma í heimsókn til þín að lesa fyrir þig íslenskar bækur
Hún getur þá verið barnavaktari
hlakka til að sjá þig
Ammsa Unnur

12:04 f.h.  
Blogger Maja pæja said...

Æ þúrt yndislegur :)

2:21 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

Algjor riddari, vantar bara the white stallion og the sword

8:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home