föstudagur, maí 05, 2006

No news is good news

Það er nú bara mest lítið að frétta af mér þessa dagana. Ég er úti að leika mér alla daga og fram á kvöld. Svo drulluskítugur þegar ég kem inn í bað að vatnið er grátt þegar ég stíg upp úr því yfirleitt. Á morgun er vorhátíð kirkjuskólans og þá verður grillað og farið í leiki. Sólin á að skína á okkur svo þetta verður örugglega ekki mjög leiðinlegt. Í gær átti afi minn Hjörtur afmæli svo ég talaði við hann í símann og var mikið niðri fyrir að segja honum sögur af því sem ég var að horfa á í litla DVD spilaranum mínum. Ég er gjörsamlega orðinn hálfsænskur, skipti á milli þessara tungumála án þess að taka einu sinni eftir því, heldur mamma mín.
bless í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home