mánudagur, maí 01, 2006

Týndur

Við Freyja María vinkona mín ákváðum að leggja aðeins land undir fót í dag og gerðum okkur lítið fyrir og 'týndumst' í svona klukkustund eða svo. Foreldrum okkar til verulega lítillar ánægju. Opinberlega skýringin á ferðalaginu var sú að við hefðum verið að leita að Elvari, bróður hennar Freyju, en sú skýring mætti ansi litlum tiltrúnaði foreldranna af einhverjum ástæðum. Kannski af því að við vissum alveg að hann hafði farið heim og að Freyja María ratar alveg þangað. Hvað sem því líður eftir að leitarflokkur hafði verið við leit í ríflega um 40 mín. fann Katrín okkur ansi framlág og hálfvolandi uppi á grasbala langt fyrir ofan 'Kjemmann' (fyrir þá sem þekkja til þá vorum við sumsé komin upp að Klosterängsvägen) og virtumst gera okkur grein fyrir að gjörðir okkar voru gegnt tilskipunum foreldra okkar. Ég var amk ansi lúpulegur þegar mér var skilað, blautum og vansælum, í fang móður minnar og gerði litlar athugasemdir við að vera settur í hjólastraff í viku. Það þýðir sumsé að ég fæ ekki að fara neitt á hjólinu mínu nema mamma mín sé með.
Kannski maður læri eitthvað á þessu? Mamma mín heldur í vonina.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

er thetta ad verda program i hverri viku? Eins gott ad thad er ekki mikil umferd a thessum slodum (almennt i kringum Kjemman).
List vel a hjolastraffid

8:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home