þriðjudagur, maí 23, 2006

Utvecklingssamtal

Í fyrramálið er mamma mín að fara í utvecklingssamtal í leikskólanum. Þar ræðir hópstjórinn minn hún Jenny um það hvernig ég er að þrífast í leikskólanum og svona. Það verður nú eiginlega soldið fróðlegt að heyra hvað hún segir. Ég á það til að vera soldið svona uppátektarsamur í leikskólanum nefnilega. Eins og til dæmis þegar:
* Ég skreið undir borð með Calle og hvatti hann til að klippa á sér hárið (sem hann gerði!)
* Ég stakk mér til sunds í stóra drullupollinum í skógarferðinni
* Ég sagði Cissi blákalt að mamma mín segði að það væri allt í lagi að 'lura' (ljúga/plata)
En málið er, sem ég veit nefnilega, að hún Jenny er soldið veik fyrir mér. Því þegar ég vil þá er ég svo mikið sjarmatröll að það er ekki hægt að standast mig.

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

og hvernig for svo thetta utvecklingssamtal? bid spennt eftir frettum.

3:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað ertu svo að bardúsa þessa dagana Egill minn...
Kveðja
Ása Björk

10:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home