laugardagur, maí 06, 2006

Sáttur

Mamma! Af hverju ertu ekki að læra? spurði ég mömmu mína í dag þegar hún lá í sólbaði án þess að vera með bækur eða tölvu við höndina. Af því ég er komin í frí ástin mín, svaraði mamma mín glöð. Ég var frekar sáttur að heyra þetta og gaf mömmu minni risastórt knús. Æi það er nú von að litlir strákar verði leiðir á tímaleysi mömmu sinnar svona dögum saman þegar sem mest gengur á. Enda er ég nú búin að haga mér eins og engill síðustu tvo dagana síðan mamma skilaði af sér. Í dag lék ég mér úti nánast allann daginn og var ekki með neitt tuð, væl, suð eða prakkarastrik. Mömmu minni var nú létt að sjá að ég er ekki búinn að gleyma því hvernig á að haga sér vel því í næstu viku er áætluð ferð í sjálft Legoland. Það getur nú ekki farið annað en vel í mig - litla legosjúklinginn. Mamma mín fór þarna sjálf fyrir tæpum 25 árum þegar hún var 5 ára og man hvað henni fannst gaman og hún hlakkar mikið til að upplifa þetta með mér litla mér.

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thad verdur sko fjor i legolandi.... kannski faerdu ad keyra bilana eins og Inga og Halldor fraendi....

6:31 f.h.  
Blogger Sigrún said...

Nei nei það var ennþá 7 ára aldurstakmark í þá - eins og móðir þekkti af biturri reynslu.

10:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home