Þolinmæðin brestur stundum
Æi æi hvað ég verð nú fegin núna þegar mamma mín er aaaaaaaaaalveg að verða komin í sumarfrí og getur farið að sinna mér, litla stráknum sínum aðeins betur. Það verður nú að segjast eins og er að ég er búinn að vera hreint ótrúlega duglegur þetta árið meðan mamma mín hefur varla haft neinn tíma fyrir mig (að henni og mér finnst) og þjökuð endalausu samviskubiti yfir því að annað hvort a) vera ekki góð móðir eða b) vera ekki að læra. En nú verður breyting á. Júní er á næsta leiti og þá skal ýmislegt skemmtilegt tekið sér fyrir hendur, tala nú ekki um ef sólin skyldi einhvern tíma láta sjá sig í Lundi aftur.
2 Comments:
Elsku Egill minn. Þú átt þá bestu, kærustu og síðast en ekki síst flottustu mömmu í heimi. Hún þarf ekki að vera með neitt samviskubit yfir þínu uppeldi - svo mikið er víst. Það er nú heldur ekki amalegt að eiga svona góðan og flottan strák.
Ása Björk
Æ æ æ hvað þetta var nú fallega sagt Ása Björk mín. Right back at ya babe :)
Skrifa ummæli
<< Home