Legoland

- hérna erum við Leó komnir á staðinn-
Ég var ofsalega hrifinn af þessum flotta garði. Ekki síst fannst mér allar flottu legobyggingarnar merkilegar. Þarna kenndi nú ýmissa grasa skal ég segja ykkur. Mest fannst mér varið í bílana sem keyrðu alveg sjálfir og lestarnar
-Eins og þessa hérna til dæmis-

Nú svo fórum við að sjálfsögðu í nokkur tæki meðal annars drekarússibana sem ég ætlaði nú ekki að vilja fást til að fara í (eftir að við höfðum staðið 25 mín. í röð). En mamma mín, grybban, gaf sig ekki og í tækið fór ég og skemmti mér konunglega - eins og hún vissi að ég myndi. Síðasta tækið sem við fórum í var lítil svona einreið sem veitti fínasta útsýni yfir garðinn. Þar sem við mamma og Leó sátum þarna og nutum okkur í sólskininu heyrist í Leó "Egill! Þetta er lífið!" - mömmu fannst nú nokkuð til í því. Frábær dagur í frábæru veðri með frábærum vinum. Gerist vart betra en það!
1 Comments:
-já þetta er sko lífið hehehe
Takk fyrir skemmtilega ferð!!
Nú er bara fara plana í næstu skemmtiferð ;Þ
Kveðja Leó Ernir og Katrín
Skrifa ummæli
<< Home