mánudagur, maí 18, 2009

Allur að koma til

Ég er nú allur að koma til af brotinu og man orðið sjaldan eftir því nema þegar mamma biður mig um að gera eitthvað sem ég nenni alls ekki að gera. Á morgun fer ég til læknisins í skoðun og verð væntanlega "útskrifaður" í framhaldinu. Sem er eins gott því Flatey er næst á dagskrá og þar er nú eins gott að geta hlaupið og hamast án takmarkana.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Gott ad heyra ad thu ert allur ad braggast. Vonandi getur thu tekid thatt i Skagamotinu. Hvernig gengur ad kenna Ragnheidi ad segja Afram Fylkir?

9:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home