miðvikudagur, maí 17, 2006

Snjall strákur

Í dag sótti mamma mig á leikskólann (eins og hún gerir nú alltaf) og svo drifum við okkur aðeins í bæinn. Ég átti að fá að fara á videoleiguna og svo ætlaði mamma líka að fara að kaupa miða á karnevalen sem verður hérna í Lundi um helgina.
Nema hvað við fórum úr á torginu og löbbuðum svo útí miðasöluna sem var við lestarstöðina. Á leiðinni fór ég að kvarta yfir hungri og spurði mömmu hvort við gætum ekki farið á eitthvað kaffihús. Mamma sagði að við gætum það ef ég vildi en svo gætum við líka klárað að gera það sem við þyrftum að gera og farið svo á MacDonald's ef ég vildi. JAHÁ! það hélt ég nú. Eftir smástund spurði ég þó
Egill Orri: Mamma! Af hverju er ekki 'Katökkí' í Lundi (Katökkí = Kentucky as in KCF)
Mamma: Ég bara veit það ekki ástin mín
Egill Orri: En mömmur vita jú allt!!
Þar hafiði það ef þið voruð í einhverjum vafa :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home