sunnudagur, maí 07, 2006

Sólríkur sumardagur ... enn og aftur

Í dag fórum við til Freyju vinkonu minnar að leika og sleikja sólina í logninu þar. Það var rosalega gaman. Fyrst lék ég mér við Elvar, stórabróður hennar, sem mér finnst rosaskemmtilegur og svo kom Freyja heim og við fórum að bussla í lauginni hennar. Ógisslega mikið stuð en okkur fannst vatnið nú samt soldið mikið kalt og mönuðum hvort annað upp í að henda okkur í vatnið. Síðan kom föngulegur stelpuhópur úr ellefunni líka og við fórum á róló að leika eftir það. Nú er ég kominn heim, soldið úrillur af þreytu og sól en mamma mín heldur bara að ég sofni líka snemma sem væri nú aldeilis fínt.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home