Tvö kvöld í röð
Ég er nú heldur betur lukkunnar pamfíll. Nú er hún Matthildur mín búin að passa mig í tvö kvöld í röð! Í kvöld fór mamma nefnilega í bíó og ég var ekkert smá hamingjusamur. Hoppaði upp yfir mig af kæti og hrópaði 'JESSS' þegar hún sagði mér að hún væri að fara út.
Á morgun er laugardagur, sem er nú uppáhaldsdagurinn minn í vikunni. Það er nefnilega nammidagurinn sko. Þá fæ ég yfirleitt að fara með mömmu og velja mér eitthvað nammi í poka - alveg sjálfur! Ég er enda ósköp góður og væli aldrei um nammi aðra daga. Það er nú eiginlega eins gott að afi Hjörtur og amma Unnur verði hætt með sjoppuna þegar ég flyt heim til Íslands. Það gengur nú lítið fyrir mömmu mína að banna nammiát á virkum þegar afi manns og amma eiga heila sjoppu!
1 Comments:
ja thad er eins gott ad thau verdi haett med sjoppuna. man eftir sogum um mikid bland i poka at a Shell
Skrifa ummæli
<< Home