Stór strákur
Mömmu finnst nú stundum nóg um hvað ég er orðinn stór strákur. Áðan lágum við úti á bletti í sólbaði/skólabókarlestri þegar ég kom skyndilega út með niðurskorna peru handa mömmu minni. "Hvar fékkstu þetta?" spurði mamma mín hissa. "Ég skerði þetta sjálfur handa þér mamma". "En þú veist að þú mátt aldrei vera með hnífa þegar mamma er ekki nálægt" sagði mamma þá "En þú varst nálægt, þú varst bara hérna úti í garði" svaraði ég.
*
How do you argue with that?
*
Mamma mín reyndi nú samt að útskýra rólega að þó hún væri rosa þakklát fyrir að fá svona góða peru þá væri hún hrædd um að strákurinn hennar gæti skorið sig illa ef hann væri að leika sér með svona beitta hnífa. "En ég var ekkert að leika mér, ég var að skera peru handa þér mamma". Mamma mín reyndi aftur og sagði "já og mamma er voða þakklát" - "það var ekkert mamma" stakk ég inní samtalið. "En maður má aldrei nota svona hnífa nema þegar mamma manns sér til, stendur við hliðina á manni á ég við" sagði mamma þá. "Já en núna ertu ekkert arg þó ég hafði komið með päron handa þér sem var uppskorin?"
*
Rétt í þessu sit ég á klósettinu og er að gera 'nr. 2' - "Mamma! það er múrsteinn í kúknum og hann kemst ekki út" - "já þú verður að drekka meira vatn ástin mín"
" já og vatnið ýtir niður kúknum" ...... [smá umhugsun] "Mamma má ég fá vatn?"
2 Comments:
thetta var akkurat thad sem ad eg thurfti til ad cheer me up.... day from hell in corporate world.... almost want to be a housewife....
Æ Æ Æ Æ Inga hrænka - það var nú gott en samt vont.
Skrifa ummæli
<< Home