Dekurrass
Hérna eru nokkur gullkorn sem ég hef látið falla um hann pabba minn síðustu daga.
Í gær var Leó vinur minn í heimsókn hjá mér. Hann var eiginlega í smá pössun því mamma hans og pabbi fóru í bíó. Okkur fannst það rosagaman. Sátum í náttfötunum okkar og átum vínber og horfðum á Stålmannen (e. superman) og svo fengum við að fara á náttfötunum niður í þvottahús með mömmu og við hlupum svoleiðis og hömuðumst að við vorum sveittir þegar við skrifum í mömmu minnar rúm og vorum steinsofnaðir á augabragði. En nú sé ég nú ekki Leó vin minn í nokkrar vikur því ég er að fara heim til Íslands á morgun. Talaði við ömmu Unni og afa Hjört í gær og ég held þau hlakki nú soldið til að sjá okkur mömmu. Við hlökkum líka voðalega til að sjá þau.
Í gær var Lúsíuhátíðin í leikskólanum mínum. Ég vaknaði mjög öfugsnúinn og ætlaði ekki að fást til að fara í jólasveinabúninginn sem Giljagaur gaf mér í skóinn. Mamma mín beitti miklum fortölum og ég fékkst loks til að taka þetta í sátt. Þegar ég kom á leikskólann hitti ég Mathias besta vin minn sem var piparkökustrákur. Við vorum ofsalega sætir og mamma tók flotta mynd af okkur. Foreldrunum var öllum boðið að koma á sýninguna okkar og svo var 'fika' (kaffi) á eftir. Við vorum alveg ofsalega sæt og fín þegar við gengum syngjandi í salinn.
Í morgun var mamma mín löt á fætur en ég vildi ólmur komast fram úr að opna dagatölin mín. Ég kunni nú ráð við letinni í mömmu.