laugardagur, desember 03, 2005

gott minni og hreinskilni

Það er eitt sem mæður lítilla drengja þurfa að átta sig á 'allt sem þú segir getur og mun verða notað gegn þér'. Í morgun var ég - eins og venjulega - kominn framúr á undan mömmu minni sem var frekar sybbinn og þreytt. Nema hvað ég kom svo uppí til hennar aftur og var þá með ííííískaldar tær svo mamma sagði mér að fara í sokka. Ég nennti nú ekki að sækja þá sjálfur og bað mömmu að gera það. 'nei' sagði hún, 'þú sækir þá sjálfur'. 'En ég er alltaf að gera eitthvað fyrir þig' sagði ég þá. Mamma mín náði sumsé í sokka handa mér.
Annars drifum við mamma okkur svo út í Willy's og þar fékk ég að velja mér nammi í poka af því það var laugardagur. Svo fórum við í strætó niðrí bæ og löbbuðum svo í Gerdahallen þar sem mamma ætlaði í eróbikk.
Egill Orri: Mamma! af hverju þurfum við að fara í þína leikfimi?
Mamma: Af því að mamma þarf að fara í leikfimi, ég er búin að borða svo mikið nammi
Egill Orri: Af hverju verður maður þá að fara í leikfimi?
Mamma: Af því að annars verður maður bara feitur
Egill Orri: Já, þá verðurðu bara einhver feit mamma [eftir smá umhugsun] Þá verðurðu bara eins og pabbi!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Egill Orra,
Rosalega er alltaf gaman að lesa fréttir af þér :) þín er samt saknað af Bifröst.. Ég spyr mömmu mína alveg regluglega hvort við getum nú ekki farið í heimsókn til Egils Orra (á það til að gleyma að ég þurfi að skreppa í eins og eina flugvél ;) ) Annars er allt gott að frétta af mér og okkur öllum hér á Bifröst. Það er reyndar komið fullt af nýju fólki en eins og þú kannast við þá er bara gaman að kynnast því ... það var meira segja ein sem var "útlensk"... mamma hennar var enskur kennari hérna! ... alla vega, kemur þú heim þann 16. des ?? Kemur beint hingað í Borgarnes ?? Ég fer líklega heim þann 17.des - það væri nú gaman að fá að sjá þig (þó það væri nú ekki nema í stutta stund) .... hafðu það gott :)

11:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sorry sorry ... (puttarnir hjá mömmu eitthvað gerinlega að fyrir henni ;)... átti auðvita að vera

HÆ EGILL ORRI :)

11:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home