Dekurrass
Ég hef heldur betur notið athyglinnar sem ég hef fengið frá því að ég kom heim til Íslands seint á laugardagskvöldið. Ég var nú í fyrsta lagi voðalega glaður að sjá pabba minn, stökk í fangið á honum þegar ég sá hann úti í Keflavík og mátti ekki af honum líta. Sofnaði nú reyndar í miðri setningu á leiðinni í bæinn og fór svo beint heim til hans að lúlla. Svo fór pabbi með mig á jólaball í sunnudagaskólanum og þar komu jólasveinar (þrátt fyrir yfirlýsingar fyrrv. safnarprests um að þeir séu ekki til). Þetta var voðalega gaman og Marteinn bróðir minn var með. Svo fékk ég að fara í sund með mömmu minni í dag, ætlaði nú ekki að vilja fást til að fara ofan í, heimtaði að fá að fara í sund í Borgarnesi en mamma gaf sig ekki og ég skemmti mér auðvitað á endanum konunglega. Nú er ég kominn í Borgarnes til afa og ömmu og er búinn að fara með afa mínum að velja jólatré og hafði það fram á frekjunni að fá að fara og gista á hótelinu með ömmu.
Ég vil bara hafa það almennilegt. Mamma mín heldur að ég hafi þennna flottræfilshátt frá Ingu móðursystur minni!!! :) :)
1 Comments:
hey, vid Egill erum bara a thvi ad lifa lifinu med stael!
Nu eg held lika ad vid Egill erfum thetta kannski adeins fra pabba/afa...
Skrifa ummæli
<< Home