Föstudagsfjör
Mamma mín hefur nú lúmskt gaman af mér þegar ég byrja að babbla sænskuna mína, sem ég geri óspart þessa dagana. Henni brá nú reyndar soldið þegar ég byrjaði allt í einu á því í gær að tala íslenskuna mína með þessum líka syngjandi sænska hreim. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu né herma þetta eftir mér en þetta er frekar svona fyndið. Annars er ég svo 'himla' glaður á leikskólanum, vildi ekkert fara heim með mömmu minni í dag þegar hún kom að sækja mig. 'Nej nej nej mamma - jag vil inte gå hem' sagði ég og hljóp undir borð. En svo komu Auður og Vigdís og Hildur mamma þeirra í mat til okkar og við fengum pizzu og 'glass' og lékum okkur. Svo hringdu pabbi og Matti í mig og ég talaði við þá og pabbi þurfti að tala við báðar vinkonur mínar líka. Mér finnst nefnilega svo augljóst að þeir sem hringja í mig vilji tala við vini mína og er yfirleitt mjög duglegur að 'gefa þeim samband' þá og þegar svo ber undir.
Núna er klukkan að nálgast ellefu á föstudagskvöldi og ég er grútsybbinn inni í rúmi að berjast við að sofna ekki yfir Incredibles.
Ses i morgon!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home