sunnudagur, desember 11, 2005

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn ætlar að koma í kvöld


Í gær var jólaball í kirkjuskólanum. Það var helgileikur og ég átti að leika engil en var nú aldeilis ekki á þeim buxunum. Eins og sést á myndinni kannski. Fékkst ekki til að fá mér geislabaug og sat sem fastast þegar við áttum að fylgja Billu fram til að ganga svo öll saman inn kirkjugólfið. En mamma mín ákvað að vera ekkert að ergja mig með þessu. Veit alveg hvernig ég get verið þegar ég er búinn að bíta eitthvað í mig.
Eftir helgistundina í kirkjunni var svo jólaball inni í safnaðarheimilinu og þar komu jólasveinarnir. Ég er (eins og ég hef alltaf verið) hálffeiminn við þessa skrítnu kalla og vildi ekkert dansa í kringum jólatréð með þeim. Var nú samt nógu góður til að þiggja af þeim nammið sem þeir deildu rausnarlega úr pokunum sínum. Þegar þeir komu inn hljóp ég strax fram í glugga og rýndi út eins og ég væri að leita að einhverju, mamma mín spurði hvað ég væri að gera og ég var fljótur að svara 'mig langar svo að sjá hreindýrin' - hmmm mamma mín sagði mér að þau væru örugglega út á bílastæði (sem sést nota bene ekki frá kirkjunni) að hvíla sig og ég sættist á það. Í kvöld kemur annars fyrsti jólasveinninn hann Stekkjastaur og ef ég er þægur þá fæ ég nú kannski eitthvað fallegt í skóinn.

Læt ykkur vita á morgun!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert nú meiri kallinn, var að lesa færsluna frá 7. des og dó næstum úr hlátri ;) Tómas er bara nokkuð sáttur á Íslandi, þó svo að hann sakni nú alla vina sinni í Lundi og þá sérstaklega þín og Freyju. Við hlökkum til að sjá þig og sendum knús til þín og mömmu þinnar.
kveðja Vala, Tómas og Ísabella

5:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert nú meiri kallinn, var að lesa færsluna frá 7. des og dó næstum úr hlátri ;) Tómas er bara nokkuð sáttur á Íslandi, þó svo að hann sakni nú alla vina sinni í Lundi og þá sérstaklega þín og Freyju. Við hlökkum til að sjá þig og sendum knús til þín og mömmu þinnar.
kveðja Vala, Tómas og Ísabella

5:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home