föstudagur, desember 09, 2005

Dularfullt fyrirbrigði

Stundum heldur mamma mín að ég hljóti að hafa séð 'Raw' með Eddie Murphy. Ég hef amk masterað 'It wasn´t me' vörnina sem sést t.d. af eftirfarandi frásögn: (ein af mörgum í sama dúr)
Í gærkvöldi var ég í baði með allt dótið mitt eins og venjulega. Mamma mín hafði sko margoft bannað mér að vera að sulla sjampóunum hennar í baðvatnið. Eftir smástund kemur mamma inn á bað til að þvo mér um hárið og þá var vatnið fullt af sápu. Áður en mamma mín náði að segja orð var ég fljótur til 'þetta var ekki ég'. 'Nú?' sagði mamma mín soldið hissa. 'Hver þá?' 'Þetta var Leó, hann birtist skyndilega og hellti öllum sjampóunum í baðið' 'Hvað segirðu?' sagði mamma mín þá. 'Já, þetta var mjög dularfullt' samþykkti ég sposkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home