mánudagur, desember 05, 2005

Síðasti íþróttaskólinn

Í dag var síðasti íþróttaskólinn fyrir jól. Það var ofsalega gaman eins og venjulega og ég fékk meira að segja nammipoka í skilnaðargjöf sem mömmu minni fannst að vísu pínu skrítið en var ákaflega stolt þegar ég sagði algjörlega af sjálfsdáðum að ég ætlaði að geyma hann fram á laugardag. Svo var ég líka rosa duglegur og hjólaði alla leiðina í Victoriastadion og tilbaka.
Nú styttist líka í það að ég og mamma komum heim til Íslands. Mamma mín heldur að vísu að ég sé ekki alveg að fatta að við séum bara að fara heim til Íslands í heimsókn, en ekki að flytja þangað. Ég er samt orðinn voða spenntur, talaði við Hjört afa minn í gær og við fórum (í milljónasta sinn) yfir það hvaða herbergi ég ætla að sofa í á hótelinu þegar ég kem til afa. 'Afi!' sagði ég við hann í gær 'Ég má velja hvaða herbergi sem er, af því að þú elskar mig svo mikið'.
Sem er alveg rétt! Það er aldeilis gott að vita að maður er elskaður, það gera það nú ekki allir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home