Hann pabbi minn
Hérna eru nokkur gullkorn sem ég hef látið falla um hann pabba minn síðustu daga.
"Pabbi minn kaupir voða voða marga bíla. Hann kaupir bíl á hverjum degi og svo skilar hann honum á kvöldin og fær nýjan. Jeppa, Ford og alls konar bíla"
"Mamma! Af hverju vaknar þú alltaf á undan mér. Já ég veit, af því að ég er svo mikil svefnpurrka. Ég vil vera svefnpurrka eins og pabbi minn."
Egill Orri: "Mamma! Af hverju var bara til Spiderman videospóla á videóleigunni?"
Mamma: "Ég veit það ekki ástin mín"
Egill Orri: "Það gerir ekkert til mamma, ég sé hana bara hjá pabba mínum. Hann á fullt af svona Disney Ví Ví Ví diskum (hugsið DVD á ensku ef þið fattið þennan ekki)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home