Lúsíuhátíð

Ute är mörkt och kalt
Inne i husen
Lyser det över alt
tender dom ljusen
Då kommer någon der
Jag vet nu vem det är
Santa Lusia, Santa Lusia
Svo röðuðum við okkur öll í beina röð og sungum fullt af fleiri lögum. Mér leist nú ekkert á allt þetta fólk sem í þokkabót kæfði okkur í myndavélaflössum og myndbandsupptökuvélum. Mamma mín tók eftir því að ég gleymdi stundum að ég átti að vera að syngja en svo hrökk ég í gírinn og söng smá og svo gleymdi ég mér og svo söng ég aftur. En ég var samt mjög sætur lítill jólasveinn þar sem ég hélt í höndina á Aylee vinkonu minni. Því miður þurfti mamma svo að drífa sig í skólann svo hún missti af Lussebullunum sem við höfðum bakað handa öllum mömmunum og pöbbunum. En Jennie er svo góð að þegar mamma kom að sækja mig þá hafði hún sett nokkra Lussebulla í hólfið mitt handa mömmu minni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home