Stelpuafmæli
Í dag á skólinn minn afmæli. Í tilefni dagsins var að sjálfsögðu blásið til veislu og við vorum öll boðin. Ég, pabbi, mamma og Matti fórum niðrí skóla og þar var verið að segja frá skólanum og svo var verið að kveðja hann Ellert Borgar sem var búinn að vera skólastjóri í skólanum í 20 ár en er núna að hætta. Þar var lesið upp ljóð um hann sem amma Unnur hafði búið til, mamma mín heyrði nú reyndar minnst af því af að ég var svo óþekkur!! Hmm mér gefst ekki mjög vel að vera þar sem þess er krafist af mér að ég sitji lengi kyrr í einu. Mamma er stundum alveg hissa hvernig mér gengur að vera í skólanum en hún Kristín kennari segir að ég sé alltaf eins og engill.
Mamma mín er ekkert búin að sjá mig í bráðum heila viku! Voðalega hlakkar kellinguna nú til að sjá & heyra hvað ég er búin að vera að bralla.
Á leiðinni heim úr fimleikum í dag var mamma að hlusta á fréttirnar í bílnum. Þar var verið að segja frá "aðgerðum" flugmanna Icelandair og fjöldauppsagna í flugfreyjustéttinni. Þar kom m.a. fram að flugfreyjur ætluðu að funda um málið í kvöld.

Kátir bræður fyrstu nóttina í fellihýsinu
Ég er nú barasta lítið sem ekkert búinn að segja ykkur frá sumarfríinu í ár. Það var nú aldeilis skemmtilegt. Við fórum sko í langt ferðalag. Við byrjuðum á því að fara nokkra daga í útilegu á Vesturlandið. Þar gistum við fyrstu nóttina á Laugum í Sælingsdal. Þar var fínt að vera og góð sundlaug en lítið annað við að vera svo við pökkuðum saman og skelltum okkur í Hólminn þar sem var mikið líf & fjör. 



Það var hægt að rífast svolítið um það og fara aðeins í fýlu en þegar hér var komið voru mamma&pabbi orðin frekar vön svoleiðis veseni og létu það nú ekkert á sig fá. Næst fengum við okkur svo ís í Freysnesi og svo stoppuðum við nú aldeilis á skemmtilegum stað - Jökulsárlóni - þetta fannst okkur stórmerkilegur staður og langaði mest til að vaða út í og príla á þessum stóru ísjökum sem eru mörg þúsund ára gamlir.
Egill Orri djúpt hugsi á Dverghömrum
Eftir Klaustur lá svo leiðin í Kotið til ömmu & afa þar sem okkur var rækilega spillt og lentum í ýmsum ævintýrum, svosem að missa "skessjers" skóinn hans Matta í lækinn og láta ömmu og pabba vaða út og suður að leita að honum. Það voru samt þreyttir litlir bræður sem komu heim til sín sunnudaginn 5. ágúst eftir mjög svo viðburðarríka og skemmtilega ferð.