Laugardagur til lukku...
Vá þvílíkur dagur! Byrjaði nú á því að ég og pabbi labbi fengum heldur betur að sofa út (sem er frekar óvenjulegt fyrir mig um helgar). Við vorum amk ennþá steinsofandi þegar mamma fór í ræktina kl. 9. Eftir það fékk ég morgunmat hjá pabba og fór svo að horfa á barnatímann. Þegar mamma kom heim um 11 leytið fékk ég svo að hjálpa henni að búa til "boozt" og svo fékk ég að fara til Leós að leika mér í allann dag eða þangað til að mamma sótti okkur rétt fyrir 6 til að bjóða okkur í bíó!! Við fórum sko í Smárabíó og fengum að horfa á Brettin Upp sem er ótrúlega skemmtileg. Eftir það fengum við óhollustu á Burger King áður en við skutluðum Leó heim.
Þetta var ekkert smá skemmtilegur dagur og núna er ég steinsofnaður inni í mömmu minnar rúmi (af því ég er nefnilega svo hræddur við drauga í mínu rúmi og mamma hefur ekki orku í að fást við mig með það).
Á morgun er svo afmæli hjá Leó besta vini. Þá verður hann sex ára alveg eins og ég. En í dag á hún Margrét Íris vinkona mín og litla systir hans Bjarka vinar afmæli. Hún er fjögurra ára og ég sendi henni stórt knús í tilefni dagsins.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home