Umræðan um það sem er skemmtilegt
Á leiðinni heim úr fimleikum í dag var mamma að hlusta á fréttirnar í bílnum. Þar var verið að segja frá "aðgerðum" flugmanna Icelandair og fjöldauppsagna í flugfreyjustéttinni. Þar kom m.a. fram að flugfreyjur ætluðu að funda um málið í kvöld.
Egill Orri: Mamma, ætlar þú á þennan flugfreyjufund í kvöld?
Mamma: Nei ástin mín
Egill Orri: Af hverju ekki?
Mamma: Af því að ég er ekki flugfreyja
Egill Orri: Af hverju vildirðu ekki verða flugfreyja?
Mamma: Af því að ég held að mér myndi ekki finnast það skemmtilegt
Egill Orri: Okei ekki flugfreyja, en að setja svona miða á töskur, finnst þér það skemmtilegt?
Mamma: Nei ég held ekki
Egill Orri: En hvað finnst þér þá skemmtilegt?
Mamma: Mér finnst skemmtilegt það sem ég er að gera í bankanum til dæmis
Egill Orri: En mamma! Glitnir á enga peninga til að lána, ég var að læra um Glitni í dag í skólanum
Mamma mín hefur, ef svo er, nettar áhyggjur af aðalnámskrá grunnskóla landsins :)
2 Comments:
vaeri betra ef hann vaeri ad laera um Landsbankann??
Nei væri nú ekki best ef hann væri bara að læra að lesa og skrifa? :) :)
Skrifa ummæli
<< Home