laugardagur, september 29, 2007

Stelpuafmæli

Í dag var mér boðið í afmæli til Hafrúnar Rakelar frænku minnar. Hún var sko 5 ára. Ég var nú ekki á því að fara í svona stelpuafmæli - eitthvað prinsessudæmi.
Afmælið var samt ekki fyrr en síðdegis og við mamma slökuðum okkur fram að því. Í hádeginu kom ég út úr herberginu mínu, haldandi um magann og barmandi mér að mér væri "mjög illt í maganum".
Mamma sagði mér að fara á klósettið og sagði að það hjálpaði stundum svona magapínu. Nei ekki hélt ég það nú.
"Mamma, ég held sko að mér sé svona illt í maganum af því að þú vilt fara í þetta afmæli"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home