Laxakvísl
.... og hér erum við að taka utan af þeim
... og svo borða með bestu lyst :)
Það kom reyndar fyrir að mamma missti lúffuna sína í hverinn þegar hún var að fiska upp eggin. Hún flaut hratt niður strauminn og inn í affallsrör sem þarna var og endaði þar með sína ævidaga - amk sem lúffa. Við höfðum af þessu töluverðar áhyggjur og töluðum mikið og lengi um lúffuna og tókum nærri okkur að mömmu yrði núna svo kalt á annarri hendinni. - (mömmu fannst þetta mjög skrítið í ljósi þess að okkur virðist nákvæmlega sama þegar við týnum húfum og vettlingum í tugatali) - Fundum það svo út að lúffan myndi náttúrulega koma út um hitavatnsleiðsluna í Borgarnesi og hlógum mikið að því að kannski kæmi hún upp í heita pottinum á hótelinu hans afa.
Hér sitjum við bræður á hótel ömmu og höfum það nú frekar gott. Von er á ömmu Gróu og afa Villa úr Reykjavík til að það sé nú örugglega einhver til að dekra okkur meðan afi Hjörtur og amma Unnur þurfa að vinna.