Ég er líka á lífi
Hér sitjum við bræður á hótel ömmu og höfum það nú frekar gott. Von er á ömmu Gróu og afa Villa úr Reykjavík til að það sé nú örugglega einhver til að dekra okkur meðan afi Hjörtur og amma Unnur þurfa að vinna.
Það var nú ekki leiðinlegt hjá okkur í gær þegar enginn gestur var á langa ganginum og við gátum spilað fótbolta inni. Enn bættist í gleðina þegar Bjarki og Margrét Íris komu við á leiðinni norður og Hjörtur Snær frændi og Stebbi frændi hans voru líka. 6 krakkar á löngum gangi þar sem mátti hlaupa og ærslast að vild. Þvílík hamingja.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home