sunnudagur, mars 23, 2008

Páskabíltúr

Á föstudaginn langa fórum við bræður í bíltúr um Borgarfjörðinn. Það var gaman og við komum víða við. Við fórum m.a. að Deildartunguhver sem amma sagði okkur að væri vatnsmesti hver í Evrópu og úr honum koma 180 lítrar af 97°C heitu vatni á hverri sekúndu!! Það fannst okkur mikið. Ennþá magnaðra fannst okkur að allt þetta heita vatn skyldi vera sett í riiiiiiiisalanga leiðslu og sent alla leið til Borgarness og Akraness til að hita þar upp húsin.


Og vitiði bara hvað? Amma Unnur tók með egg og við SUÐUM ÞAU Í HVERNUM! og svo borðuðum við þau. Þett fannst okkur sko merkilegt.
Hérna eru eggin að sjóða ...








.... og hér erum við að taka utan af þeim

... og svo borða með bestu lyst :)
Það kom reyndar fyrir að mamma missti lúffuna sína í hverinn þegar hún var að fiska upp eggin. Hún flaut hratt niður strauminn og inn í affallsrör sem þarna var og endaði þar með sína ævidaga - amk sem lúffa. Við höfðum af þessu töluverðar áhyggjur og töluðum mikið og lengi um lúffuna og tókum nærri okkur að mömmu yrði núna svo kalt á annarri hendinni. - (mömmu fannst þetta mjög skrítið í ljósi þess að okkur virðist nákvæmlega sama þegar við týnum húfum og vettlingum í tugatali) - Fundum það svo út að lúffan myndi náttúrulega koma út um hitavatnsleiðsluna í Borgarnesi og hlógum mikið að því að kannski kæmi hún upp í heita pottinum á hótelinu hans afa.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Va, thetta hlytur ad hafa verid otrulegt, ad sjoda eggin svona i hvernum. Vonandi stiflar luffan ekki leidslurnar....

3:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home