Laxakvísl
Jæja ég fór með mömmu og pabba að skoða nýja húsið okkar í gær (Nei Inga frænka, fjármögnunin er ekki ennþá frágengin). Það var rosalega gaman. Helga bekkjarsystir mín og vinkona býr sko á nr. 8 (sem er fjórum húsum til hægri við okkar) og við fórum strax að leika okkur. Svo búa líka fleiri krakkar úr bekknum mínum í götunni svo ekki sé minnst á frændsystkini Leós sem búa á nr. 20 og svo Leó sjálfur ekki langt undan í Árkvörninni.
Mamma mín er voðalega spennt og fegin að vera að flytja í hverfið og sér strax hvað þetta verður miklu skemmtilegra fyrir mig að hafa svona marga krakka til að leika við.
2 Comments:
enn spennandi, eg hlakka til ad sja thad thegar ad eg kem heim til Islands i April.
ohoo en geggjað að hafa krakka á þínum aldri í næstu húsum.... veit sko alveg hvað mamma þín er að hugsa!! ;)
Skrifa ummæli
<< Home