Góðgerðarstarfsemi
Um daginn var mamma oftar sem áður að reyna að troða mér í þá illræmdu flík "skyrtubol". Ég tók þetta venju fremur ekki í mál og harðneitaði.
Mamma: Egill Orri veistu það að það eru til fullt af börnum sem EIGA ENGIN FÖT til að fara í
Egill Orri: (sallarólegur) Jæja já viltu þá ekki bara senda þennan skyrtubol til Afríku!
********************
Eins og öll börn góðra Glitnisstarfsmanna tók ég að sjálfsögðu þátt í Latabæjarmaraþoninu. Þrátt fyrir ráðleggingar um annað tók ég að sjálfsögðu þvílíkan sprett í byrjun og var hálfsprungin þegar ég var komin hálfa leið. Pabbi hvatti mig samt til dáða og hljóp með mér restina. Hlaupið var til góðs og í þetta sinn runnu öll þátttökugjöldin til UNICEF á Íslandi og gagnast þannig bágstöddum börnum. Fyrir þátttökuna fékk ég svo flottan verðlaunapening
Þegar hlaupið var búið átti eftirfarandi samtal sér stað:
Egill Orri: Mamma! hvað þýðir eiginlega börn hlaupa fyrir börn? (sem var slagorð hlaupsins)
Mamma: Það þýðir að peningarnir sem söfnuðust í hlaupinu verða notaðir til að hjálpa börnum sem eiga bágt og eru fátæk og eiga kannski enga mömmu né pabba til að hugsa um þau.
Egill Orri: Já þess vegna þurfa þau að fá svona verðlaunapening til að geta keypt sér mömmu eða pabba.