miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Slysó á Húsó

Jæja þá erum við komin úr hringferðinni sem gekk mjög vel. Auðvitað ekki stórslysalaust þar sem ég ákvað að spreyta mig á kassabílferð sem endaði undir kyrrstæðum bíl með þeim afleiðingum að járnplata sem neðan úr honum stóð skar heljarinnar skurð á lærið á mér. Mamma mín fríkaði svolítið út við þetta enda sárið afspyrnuljótt (we're talking tissue and veins people) en sjálfur tók ég þessu nú bara ósköp rólega. Það var brunað í snarhasti úr Mývatnsveitinni á Húsavík þar sem saumuð voru 6 spor við lítinn fögnuð minn. Eða það er ekki sanngjarnt að segja það, ég stóð mig mjög vel nema rétt á meðan verið var að deyfa mig og mamma mín skyldi það bara vel, hún hefði sjálf haft eitthvað um það að segja að vera stungin í galopið hold með stórri sprautu.
En þar sem við keyrðum í gegnum Húsavíkurbæ tók ég eftir Glitnismerki í einum glugga í bænum (sumsé í Glitnisútibúinu) og þá varð mér að orði "VÁ! mamma, sjáðu! Minnsti Glitnir í heimi"

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thetta hljomar fremur illa thessi skurdur - vonandi faerdu nu ekki stort or kjulli litli

8:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home