föstudagur, ágúst 31, 2007

Góðgerðarstarfsemi

Um daginn var mamma oftar sem áður að reyna að troða mér í þá illræmdu flík "skyrtubol". Ég tók þetta venju fremur ekki í mál og harðneitaði.
Mamma: Egill Orri veistu það að það eru til fullt af börnum sem EIGA ENGIN FÖT til að fara í
Egill Orri: (sallarólegur) Jæja já viltu þá ekki bara senda þennan skyrtubol til Afríku!
********************
Eins og öll börn góðra Glitnisstarfsmanna tók ég að sjálfsögðu þátt í Latabæjarmaraþoninu. Þrátt fyrir ráðleggingar um annað tók ég að sjálfsögðu þvílíkan sprett í byrjun og var hálfsprungin þegar ég var komin hálfa leið. Pabbi hvatti mig samt til dáða og hljóp með mér restina. Hlaupið var til góðs og í þetta sinn runnu öll þátttökugjöldin til UNICEF á Íslandi og gagnast þannig bágstöddum börnum. Fyrir þátttökuna fékk ég svo flottan verðlaunapening
Þegar hlaupið var búið átti eftirfarandi samtal sér stað:
Egill Orri: Mamma! hvað þýðir eiginlega börn hlaupa fyrir börn? (sem var slagorð hlaupsins)
Mamma: Það þýðir að peningarnir sem söfnuðust í hlaupinu verða notaðir til að hjálpa börnum sem eiga bágt og eru fátæk og eiga kannski enga mömmu né pabba til að hugsa um þau.
Egill Orri: Já þess vegna þurfa þau að fá svona verðlaunapening til að geta keypt sér mömmu eða pabba.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

ja Egill minn ef thad vaeri svo audvelt ad verda ser uti um mommu eda pabba tha held eg ad fleiri born vaeru buin ad reyna thad

12:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home