Skólastrákur
Mamma mín á bágt með að trúa þessu en ég er barasta byrjaður í skóla. Skólinn minn heitir Ártúnsskóli og er alveg rosalega flottur. Bekkurinn minn heitir 1. KG vegna þess að kennarinn minn heitir Kristín Gunnarsdóttir og okkur mömmu & pabba líst ofsalega vel á hana. Leó Ernir besti vinur er með mér í bekk og við fengum að sitja á sömu "eyju".
Í skólanum mínum eru skólapeysur og ég fékk auðvitað svoleiðis. Fékk reyndar skóla"skyrtubol" líka og ótrúlegt en satt þá hef ég bara alveg verið til í að fara í hann. Magnað!
Nú svo fékk ég að sjálfsögðu nýja skólatösku og allt svoleiðis. Hérna er mynd af mér á leiðinni í skólann fyrsta skóladaginn. Spenningurinn festist víst ekki á filmu!
4 Comments:
spenningur? Eg se nu bara ovissu i svipnum a ther elsku strumpurinn minn. Frabaert ad Leo er med ther i bekk, getur nu varla verid betra?
Sæll Egill Orri
Amma Unnur er líka alveg hissa, finnst bara að það hafi verið í fyrra sem við mammsan þín vorum með þig tveggja mánaða í kerru á Mallorca að spila minigolf og láta flugurnar stinga okkur. Gangi þér vel í skólanum elsku strákurinn minn
úff, líður eins hérna megin. Finnst það hafa verið í gær þegar að ég mætti á fæðingardeildina á Akranesi til að hitta sænsku kjötbolluna mína í 1. skipti. Tíminn er OFfljótur að líða!
Við mamma hlökkum líka mjög mikið til að koma á fæðingardeildina á Akranesi að skoða ykkur mæðgurnar/mæðginin seinna í september MajBritt mín - SPENNÓ!
Skrifa ummæli
<< Home