sunnudagur, ágúst 24, 2008

Áfram Fylkir

Ég keppti á Orkuveitumótinu í dag. Í grenjandi rigningu en við létum það nú ekkert á okkur fá. Ég stóð mig rosavel, var bæði í marki og varði þrususkot og var svo úti á velli í nokkrum leikjum og lét ekkert muna um að skora glæsilegt sigurmark. Pabbi og mamma að rifna úr stolti auðvitað og vilja meina að sá sigur hafi orðið til þess að við unnum okkar deild sem við gerðum. Fengum bikar og medalíu. Ekki slæmur dagur það.


föstudagur, ágúst 22, 2008

Þreyttur?


Þreytandi þessi kvöldlestur.... :) Hérna er ég steinsofnaður með bókina á hausnum.sunnudagur, ágúst 17, 2008

Höfuðborgirnar

Í gær skruppum við bræðurnir í IKEA. Á leiðinni heim segir Egill Orri

"Mamma, þú verður að kenna mér allar höfuðborgirnar áður en ég byrja í skólanum"
"Það gæti orðið erfitt, þær eru nefnilega svo margar. Næstum því 200"
"Ok, en kenndu mér nokkrar"
"Allt í lagi, hver er höfuðborgin í Svíþjóð?"
"Stokkhólmur"
"Rétt, en í Danmörku?"
"æi hvað var það aftur... æi ..... gefðu mér vísbendingu"
"Það byrjar á Kaup........."

Þá heyrist í Marteini

"Kaupþing!!"
Hann var sko alveg með þetta :)

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Ég verð stóri STÓRI bróðir

Þessi mynd er tekinn inni í maganum á mömmu minni. Það fannst okkur bræðrum býsna merkilegt......