sunnudagur, ágúst 17, 2008

Höfuðborgirnar

Í gær skruppum við bræðurnir í IKEA. Á leiðinni heim segir Egill Orri

"Mamma, þú verður að kenna mér allar höfuðborgirnar áður en ég byrja í skólanum"
"Það gæti orðið erfitt, þær eru nefnilega svo margar. Næstum því 200"
"Ok, en kenndu mér nokkrar"
"Allt í lagi, hver er höfuðborgin í Svíþjóð?"
"Stokkhólmur"
"Rétt, en í Danmörku?"
"æi hvað var það aftur... æi ..... gefðu mér vísbendingu"
"Það byrjar á Kaup........."

Þá heyrist í Marteini

"Kaupþing!!"
Hann var sko alveg með þetta :)

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

uff, ekki yrdu Danir gladir med Martein... Their eru svo ottalega vidkvaemir gagnvart ollu sem er Islenkst thessa dagana. Serstaklega bonkunum.

8:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home