Áfram Fylkir
Ég keppti á Orkuveitumótinu í dag. Í grenjandi rigningu en við létum það nú ekkert á okkur fá. Ég stóð mig rosavel, var bæði í marki og varði þrususkot og var svo úti á velli í nokkrum leikjum og lét ekkert muna um að skora glæsilegt sigurmark. Pabbi og mamma að rifna úr stolti auðvitað og vilja meina að sá sigur hafi orðið til þess að við unnum okkar deild sem við gerðum. Fengum bikar og medalíu. Ekki slæmur dagur það.
2 Comments:
Thu ert flottastur, thad er a hreinu
Þetta er upphafið af glæstum íþróttaferli... finn það á mér kjötbollan mín :)
Skrifa ummæli
<< Home