Tímamót
Mamma og pabbi þurftu að skreppa í Hfj. áðan að athuga með rúm fyrir Ragnheiði Gróu og ég þurfti ekki að fara með og mátti í þokkabót vera EINN heima. Pabba leist nú ekkert á að leyfa þetta en mamma benti réttilega á að ég væri langt komin að því að verða 8 ára og annað eins hefðum við foreldrar hans líklega gert á þeim aldri.
Pabbi samþykkti með (semingi þó) en fannst rétt að mamma hringdi í mig (þau voru komin út af stað út götuna) og skildi eftir símanúmerin okkar til vonar og vara.
Gott og vel, mamma gerði það
Egill Orri; Halló!
Mamma: Egill, skrifaðu niður símanúmerið mitt
Egill Orri; Til hvers?
Mamma; Svo að þú getir hringt í okkur ef eitthvað er að
Egill Orri; En get ég ekki bara hringt í afa? Getur hann ekki bara komið?
Mamma; Jú hann getur það alveg en þú átt ekki alltaf að hringja í afa. Hringdu bara í okkur.
Egill Orri; En mamma! Það er bara vitleysa, afi er miklu nær og það er ekkert sniðugt að ég sé að hringja í ykkur svo þið séuð að koma heim og komist aldrei af stað. Ha mamma!
Hate to admit it, but the kid's got a point!