þriðjudagur, mars 31, 2009

Tímamót

Mamma og pabbi þurftu að skreppa í Hfj. áðan að athuga með rúm fyrir Ragnheiði Gróu og ég þurfti ekki að fara með og mátti í þokkabót vera EINN heima. Pabba leist nú ekkert á að leyfa þetta en mamma benti réttilega á að ég væri langt komin að því að verða 8 ára og annað eins hefðum við foreldrar hans líklega gert á þeim aldri.
Pabbi samþykkti með (semingi þó) en fannst rétt að mamma hringdi í mig (þau voru komin út af stað út götuna) og skildi eftir símanúmerin okkar til vonar og vara.
Gott og vel, mamma gerði það

Egill Orri; Halló!
Mamma: Egill, skrifaðu niður símanúmerið mitt
Egill Orri; Til hvers?
Mamma; Svo að þú getir hringt í okkur ef eitthvað er að
Egill Orri; En get ég ekki bara hringt í afa? Getur hann ekki bara komið?
Mamma; Jú hann getur það alveg en þú átt ekki alltaf að hringja í afa. Hringdu bara í okkur.
Egill Orri; En mamma! Það er bara vitleysa, afi er miklu nær og það er ekkert sniðugt að ég sé að hringja í ykkur svo þið séuð að koma heim og komist aldrei af stað. Ha mamma!

Hate to admit it, but the kid's got a point!

miðvikudagur, mars 11, 2009

Litli besserwisserinn

Ég er óþolandi besserwisser að mati foreldra minna. Ég þræti um allt og gef sko ekki þumlung eftir þó mér sé bent á augljósar villur í málflutningi mínum.
Ég verð einhvern tíma góður lögfræðingur eða *god forbid* stjórnmálamaður.

föstudagur, mars 06, 2009

Vanræksla á hæsta stigi

Uss uss hvað er þetta með hana mömmu mína, elskar hún mig ekkert lengur núna þegar litla systir er komin? Allavegna er ekkert verið að uppfæra þetta blogg mitt.

Reyndar hefur mamma haft í nógu að snúast (aðallega við að taka myndir af litlu systur og uppfæra síðuna hennar) en svo lét hún líka taka úr sér botnlangann í vikunni. Þegar ég heyrði af því að mamma og litla systir væru komnar á spítala varð ég alveg forviða og sagði við pabba!

Egill Orri: Af hverju?!

Pabbi: Það var verið að taka úr mömmu botnlangann

Egill Orri: HAAA og er hún þá bara botnlaus?

En á morgun verður litla systir skírð og ég hef nú aldeilis verið duglegur að koma með hugmyndir að nafni á dömuna. Í kvöld yfir matarborðinu læddist ég að mömmu og hvíslaði í eyrað hennar

Egill Orri: Mamma! Mér var að detta eitt gott í hug
Mamma: Já, hvað er það?
Egill Orri: Unnur Rós
Mamma: Já það er fallegt, en nú er bara ekki hægt að breyta, því við erum búin að láta bakarann vita...
Egill Orri: HVAÐA BAKARA?
Mamma: Sem bakaði tertuna, hann skrifar nafnið hennar á kökuna og þess vegna er ekki hægt að breyta því núna
Egill Orri: Ó ókei! En ef við eignumst fleiri börn getum við á skírt þau Unnur Rós?