þriðjudagur, mars 31, 2009

Tímamót

Mamma og pabbi þurftu að skreppa í Hfj. áðan að athuga með rúm fyrir Ragnheiði Gróu og ég þurfti ekki að fara með og mátti í þokkabót vera EINN heima. Pabba leist nú ekkert á að leyfa þetta en mamma benti réttilega á að ég væri langt komin að því að verða 8 ára og annað eins hefðum við foreldrar hans líklega gert á þeim aldri.
Pabbi samþykkti með (semingi þó) en fannst rétt að mamma hringdi í mig (þau voru komin út af stað út götuna) og skildi eftir símanúmerin okkar til vonar og vara.
Gott og vel, mamma gerði það

Egill Orri; Halló!
Mamma: Egill, skrifaðu niður símanúmerið mitt
Egill Orri; Til hvers?
Mamma; Svo að þú getir hringt í okkur ef eitthvað er að
Egill Orri; En get ég ekki bara hringt í afa? Getur hann ekki bara komið?
Mamma; Jú hann getur það alveg en þú átt ekki alltaf að hringja í afa. Hringdu bara í okkur.
Egill Orri; En mamma! Það er bara vitleysa, afi er miklu nær og það er ekkert sniðugt að ég sé að hringja í ykkur svo þið séuð að koma heim og komist aldrei af stað. Ha mamma!

Hate to admit it, but the kid's got a point!

3 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Thetta er greinilga litli Besserwisserinn ad tali.... btw, thid gaetud thetta ekki i UK, thar er visst ologlegt ad skilja born undir 14 ara (eda 16 ara) aldri ein heima.

9:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha :D

ætlaði einmitt að segja það sama og Inga Lára... þ.e. að hann er greinilega lítill Besserwisser! :)

En það kemur líklega að þessu, að maður fari að leyfa börnunum að vera einum heima í smá stund á meðan maður skreppur eitthvað... eða ef maður er rétt ókominn heim úr vinnu og þau komi þá á undan manni heim úr skóla. En sem betur fer er ekki alveg komið að þessu hjá mér strax!

9:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...já þetta var Bryndís hér að ofan :)

Sjáumst á morgun!

9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home