þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Gömul tugga

Í gær var mamma mín (sem oft áður) afskaplega þreytt og lá uppi í sófa löt og hálfsofandi. Ég fékk að vera smávegis í tölvunni og fékk þá flugu í höfuðið að mig langaði í Glóa Geimveru sem er fínt kennsluforrit sem ég fékk frá mömmu. Mamma var svo sofandi að hún nennti ekki rísa upp úr sófanum og sagði mér að ég gæti ekki fengið þetta í gegn núna.
Þá var dustað rykið af gamalli tuggu og reyndar reynt að setja á hana smá "twist".
"Ertu alltaf svona vond? Varstu svona vond við öll hin börnin þín einu sinni?"
Mamma mín er ekki viss um hvaða börn ég á við en fannst þetta svolítið fyndið, 100 barna móðir í Hábæ?
Annars sendum við ástkærar afmæliskveðjur til Freyju Maríu sem var 6 ára á sunnudaginn. Koss & knús!

mánudagur, febrúar 12, 2007

Langur maður

"Mamma! Nær Jesús til Ameríku?"

"Já ástin mín"

[þögn - umhugsun]

"Hvað er hann eiginlega langur?"

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Að tala tungum

Matti: En ég vil ekki horfa á þessa mynd á sænsku

Egill Orri: Jú, annars gleymi ég sænskunni minni

Mamma: Egill minn þú horfir bara á hana á sænsku þegar Matti er ekki hérna af því annars skilur Matti ekki.

Egill: En ég skil sænsku og hann skilur Akureyri

Pabbi: Ástin mín, það er töluð íslenska á Akureyri

Egill Orri: NAUTSJ, það er töluð akureyríska

mánudagur, febrúar 05, 2007

Í blíðu og stríðu ??

Á laugardagsmorguninn vaknaði mamma við það að við bræður vorum komnir upp í rúm og vorum heilmikið að spjalla um handboltann.
Egill Orri: "Matti! Vann Ísland Akureyri í handboltanum?"
Matti: "Jaaaá, þeir gerðu það"
Egill Orri: "Er það? Även þótt Akureyri er frábær og Ísland ömurlegir?"
***
Já já það er ekki að spyrja að hvoru tveggja, landafræðikunnáttunni og ættjarðarstoltinu :D

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Verðskyn

Í dag þegar mamma mín kom heim þá var ég voðalega spenntur að sýna henni soldið í bílskúrnum. Fellihýsi! Þetta leyst mér nú aldeilis vel á og var mjöööög spenntur að pabbi minn myndi kaupa þetta. "Gerðu það pabbi, viltu kaupa þetta á bara kannski 1 krónu" - "nei ástin mín" svaraði pabbi. "Ef ég kaupi þetta þá kostar það þrjúhundruðþúsundkrónur" - "Jaaaahá, gerðu það pabbi, það er frábært."

Mamma mín heldur að verðskynið mitt sé jafnvel verra en tímaskynið.