þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Gömul tugga

Í gær var mamma mín (sem oft áður) afskaplega þreytt og lá uppi í sófa löt og hálfsofandi. Ég fékk að vera smávegis í tölvunni og fékk þá flugu í höfuðið að mig langaði í Glóa Geimveru sem er fínt kennsluforrit sem ég fékk frá mömmu. Mamma var svo sofandi að hún nennti ekki rísa upp úr sófanum og sagði mér að ég gæti ekki fengið þetta í gegn núna.
Þá var dustað rykið af gamalli tuggu og reyndar reynt að setja á hana smá "twist".
"Ertu alltaf svona vond? Varstu svona vond við öll hin börnin þín einu sinni?"
Mamma mín er ekki viss um hvaða börn ég á við en fannst þetta svolítið fyndið, 100 barna móðir í Hábæ?
Annars sendum við ástkærar afmæliskveðjur til Freyju Maríu sem var 6 ára á sunnudaginn. Koss & knús!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæti, gaman að hitta þig í dag á skrifstofunni. Takk fyrir nammið og vatnssopann ;)

1:28 f.h.  
Blogger Unknown said...

Egill!!!
Ég er viss um að mamma þín á mörg börn í leyni :-) Það sem þér dettur í hug...
Ása Björk

9:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home