laugardagur, júlí 12, 2008

Fáviska?

Um daginn voru mamma og Marteinn í bílnum að koma úr Bónus. Hann var óvenjuspurull og mamma óvenjulöt að svara.

"Sigrún! af hverju pípir ekki þessi bíll þegar maður gleymir að setja á sig beltið?
"ég veit það ekki kallinn minn"
"En af hverju heitir þetta eiginlega belti?"
"ég veit það ekki Matti minn"

smá þögn....

"En Sigrún, veistu EITTHVAÐ?"

föstudagur, júlí 11, 2008

Áfram Fylkir

Ég er búinn að vera á leikjanámskeiði hjá Fylki þessa vikuna og hef skemmt mér vel. Kem svo heim, fer beint út að leika og sést ekki heima hjá mér fyrr en langt eftir kvöldmat. Þetta er sko lífið enda er ég orðinn súkkulaðibrúnn og sætur og þar af leiðandi extra ómótstæðilegur í augum móður minnar sem notar hvert tækifæri til að knúsa mig - nóg komið af svo góðu finnst mér nú og er farin að hlaupa undan henni og það sem meira er farin að sofa alla nóttina í mínu rúmi. Held að kellingin sé nú komin með nett fráhvarfseinkenni.

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Afmælispiltur

Er það nú glötuð mamma sem ég á sem ekki skrifar einu sinni færslu á afmælisdaginn manns. En semsagt í gær átti ég afmæli og það 7 ára! Mömmu finnst ég alveg hreint óhugnalega stór og fullorðinn og trúir því varla að hún eigi svona stóran strák.
Í tilefni dagsins komu afar mínir og ömmur í mat ásamt Halldóri, Huldu og Hirti Snæ og Tullu frænku sem verið hefur í heimsókn frá Svíþjóð. Fullorðna fólkið reif í sig dýrindis nautasteik meðan við strákarnir lékum okkur úti í garði. Við fengum svo einhverja skitna hamborgara því allt hitt var búið þegar við komum loksins inn.
En á morgun held ég afmæli fyrir krakkana í bekknum/hverfinu og svo er annað afmæli í næstu viku fyrir ættingja og aðra vini. Þess vegna held ég því óhikað fram að ég eigi afmæli tvo daga í viðbót.