föstudagur, júlí 11, 2008

Áfram Fylkir

Ég er búinn að vera á leikjanámskeiði hjá Fylki þessa vikuna og hef skemmt mér vel. Kem svo heim, fer beint út að leika og sést ekki heima hjá mér fyrr en langt eftir kvöldmat. Þetta er sko lífið enda er ég orðinn súkkulaðibrúnn og sætur og þar af leiðandi extra ómótstæðilegur í augum móður minnar sem notar hvert tækifæri til að knúsa mig - nóg komið af svo góðu finnst mér nú og er farin að hlaupa undan henni og það sem meira er farin að sofa alla nóttina í mínu rúmi. Held að kellingin sé nú komin með nett fráhvarfseinkenni.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Og hvar er mynd af thessum saeta sukkuladi bruna strak?

9:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home