laugardagur, febrúar 07, 2009

Öskudagur nálgast

En ekki alveg eins hratt og mamma og pabbi héldu. Mamma dreif sig sko út í gær í leit að ninjabúningi sem var efstur á óskalistanum. Enda ekki seinna vænna því Öskudagur er á miðvikudaginn (hélt mamma). En svo var nú ekki alveg en búningurinn fannst amk og var prófaður í gærkvöldi. Í dag sat Egill svo fyrir á nokkrum myndum eins og sjá má. Þó nokkrar tók hann sjálfur reyndar.





þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Litla systir er komin í heiminn

og heim af spítalanum. Ég er frekar spenntur yfir þessu og mætti heim úr skólanum í gær með hálfan bekkinn í eftirdragi. Það vildu nefnilega allir sjá hana. Ég er voðalega duglegur að halda á henni og kyssa hana og kjassa. Þeim athöfnum fylgja yfirleitt orðin "oooohh hún er svo sæt"

Sem er náttúrulega alveg satt :)


Hérna er ein mynd af okkur systkinunum.

Lillan er svo með sína eigin síðu á www.nino.is/laxakvisl og þar eru fullt af myndum.