Er það nú glötuð mamma sem ég á sem ekki skrifar einu sinni færslu á afmælisdaginn manns. En semsagt í gær átti ég afmæli og það 7 ára! Mömmu finnst ég alveg hreint óhugnalega stór og fullorðinn og trúir því varla að hún eigi svona stóran strák.
Í tilefni dagsins komu afar mínir og ömmur í mat ásamt Halldóri, Huldu og Hirti Snæ og Tullu frænku sem verið hefur í heimsókn frá Svíþjóð. Fullorðna fólkið reif í sig dýrindis nautasteik meðan við strákarnir lékum okkur úti í garði. Við fengum svo einhverja skitna hamborgara því allt hitt var búið þegar við komum loksins inn.
En á morgun held ég afmæli fyrir krakkana í bekknum/hverfinu og svo er annað afmæli í næstu viku fyrir ættingja og aðra vini. Þess vegna held ég því óhikað fram að ég eigi afmæli tvo daga í viðbót.