miðvikudagur, maí 30, 2007

Long time - no hear

Já hún móðir mín hefur sko engan veginn verið að standa sig eftir að við fluttum á klakann. Það mætti barasta halda að ekkert markvert hefði á daga mína drifið síðan þá sem er auðvitað stórlega ýkt og alls ekki satt.

Það væri svosem of langt mál að ætla að fara að telja upp allar mínar hetjudáðir og skammarstrik en ég er nú ósköp mikill ljúflingur most of the time þó að ég geti á milli verið svo mikill óþekktarpjési að mamma mín rífur í hár sér.

En um helgina fórum við fjölskyldan út í Flatey á Breiðafirði og nutum lífsins og veðurblíðunnar ásamt hvorki meira né minna en 40 öðrum!!
Hérna eru nokkrar myndir.....
Fylgst með Baldri leggja að höfn

Smávegis farangur varð að vera með svona stórum hópi

(þetta er ekki nema brot af því besta!!!)

Brot af barnaskaranum

(f.v. Sindri, Egill Orri, Marteinn, Björk, Kári, Ásthildur, Tindur, Ísold og Baldvin, bakvið stendur Heiða með Mána)


Mamma & pabbi


lónlí bátur við sjóndeildarhringinn


Egill Orri við veiðar

Marteinn kaldi að leggja úr höfnEgill Orri á leiðinni út á opið haf

Eins og sést var spegilsléttur sjór