Tjillaður
Um síðustu helgi tóku foreldrar mínir upp á því að fara að gifta sig. Ég var hringaberi og þurfti að vera í jakkafötum. Mömmu minni fannst ég að sjálfsögðu ómótstæðilega sætur í þeim en mér fannst ég nú ekki flottur. Þessi mynd segir nú soldið það sem segja þarf :)

Annars var ég mikið að spyrja mömmu hvort hinar og þessar vinkonur hennar væru búnar að gifta sig og hvort okkur yrði boðið í þau brúðkaup. Meðal annars barst talið að Maj-Britt:
Egill Orri: Mamm, er Maj-Britt búin að gifta sig?
Mamma: Nei, ekki ennþá
Egill Orri: Förum við í brúðkaupið hennar?
Mamma: Já já allavegna ég og pabbi, ég veit ekki hvort börnum verður boðið
Egill Orri: [hneykslaður] Mamma! Ég held nú að mér verði boðið, ég er besti vinur hennar!