Fögur er hlíðin
Við fórum í sveitina um helgina. Ég fékk að gróðursetja fullt af plöntum sem verða einhvern tíma (vonandi) alvöru skógur.
Þetta er tryllitækið sem við fórum á upp á heiði (meðal annars, þetta var nú alveg bílfært). Með mér á myndinni eru Björk og Helena vinkonur mínar. Þetta var ofsalega skemmtilegt.
Ég fékk að fara með pabba upp á heiði strax á laugardagsmorgun en mamma varð eftir niðri við hús með Ragnheiði sem var að leggja sig. Eftir mat þegar komið var að því að fara aftur upp á fjall snéri ég mér að mömmu minni og sagði blákalt (og í fúlustu alvöru)
"Mamma, það er best að ég keyri, því ég rata" ....
:)