mánudagur, júní 29, 2009

Fögur er hlíðin

Við fórum í sveitina um helgina. Ég fékk að gróðursetja fullt af plöntum sem verða einhvern tíma (vonandi) alvöru skógur.

Þetta er tryllitækið sem við fórum á upp á heiði (meðal annars, þetta var nú alveg bílfært). Með mér á myndinni eru Björk og Helena vinkonur mínar. Þetta var ofsalega skemmtilegt.

Ég fékk að fara með pabba upp á heiði strax á laugardagsmorgun en mamma varð eftir niðri við hús með Ragnheiði sem var að leggja sig. Eftir mat þegar komið var að því að fara aftur upp á fjall snéri ég mér að mömmu minni og sagði blákalt (og í fúlustu alvöru)


"Mamma, það er best að ég keyri, því ég rata" ....


:)

mánudagur, júní 22, 2009

myndir frá mótinu

Dagurinn loksins runninn upp og ég tilbúinn í slaginn


mættur á Skagann og verið að undirbúa skrúðgönguna
Fylkisliðið komið af stað í sól & blíðu
Einbeittur á svip í leik á móti Skallagrími frá Borgarnesi
Á leiðinni inn á völlinn, ég var fyrirliði
það sást glitta í átrúnaðargoðið Eið Smára á mótinu, mamma laumaðist til að taka mynd úr fjarlægð
Snilldartaktar á móti Ægi frá Þorlákshöfn
Áhangendur #1, mamma og Ragnheiður Gróa

"sponsorarnir" - afi tók þátt og styrkti sinn mann
Ragnheiður Gróa og afi að bíða á milli leikja

Það var mikið fagnað eftir leikinn við ÍA enda skoraði ég 6 mörk

Ingó kom og skemmti á kvöldvökunni

Fylkismenn á kvöldvökunni

Stefán liðsstjóri afhendir viðurkenningu fyrir þátttökuna
Ég, Baldur og Ævar, ánægðir e. gott mót
Frábær helgi að baki og ég mættur á verðlaunaafhendinguna
Þar sem mitt lið var valið það prúðasta og fyrir það fékkst langflottasti og stærsti bikarinn :)

sunnudagur, júní 21, 2009

Skagamótið

.... var frábært. Ég keppti 8 leiki og skemmti mér konunglega. Við unnum 3 en töpuðum 5. Það var samt allt í lagi. Ég skoraði 6 mörk í einum leik og það var nóg til að gleyma öllu um töpin. Liðið mitt vann líka stærsta og flottasta bikarinn sem var veittur, það var fyrir prúðmennsku og Fylkir var að vinna hann annað árið í röð. Frábært. Mamma mín fór nú soldið bara að gráta þegar ég fagnaði með félögunum mínum. Henni fannst þetta langbesti og mikilvægasti titillinn.

Myndir koma hérna inn á morgun.

Glaður, stoltur og þreyttur strákur sem lagðist til svefns í kvöld.

sunnudagur, júní 14, 2009

Match attax

Lífið er fótboltamyndir.

"mamma, ég fékk Van de Saar í 100 club" (borið fram hönndredd klöbb) - Mamma verður að viðurkenna að hún áttar sig alls ekki á muninum á þessu og einhverju öðru en samgleðst stráknum sínum þegar hann ljómar af stolti yfir myndum af stjörnunum sínum. Gleðin er algjör og fölskvalaus.

Er ekki dásamlegt að vera 7 (bráðum 8) og einu áhyggjur manns í lífinu eru hvort næsti fótboltapakki muni innihalda Teves í Star Player (hvað sem það nú þýðir)? Mömmu minni finnst það og vonar að áhyggjurnar mínar verði enn um sinn jafn léttvægar.