þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Hvað vilja börn?

Svarið er einfalt: Það sem þau geta ekki fengið.

Þegar mamma mín er heima þá vil ég helst ekki sjá hana - grenja bara stöðugt um að fá að fara til afa&ömmu og finnst foreldrar mínir vægast sagt óspennandi lið. En í gær þegar mamma hringdi í mig frá Finnlandi og ég spurði þessarar venjulegu spurningar 'Hvar ert þú' þá varð ég voðalega sár. Mamma beinlínis heyrði mig skrúfa á mig aumingjasvipinn og axlirnar síga á þennan gamalkunna hátt áður en ég sagði 'Æi mamma, þú ert alltaf út í löndum, vilt aldrei vera hjá mér'. Þó mamma mín viti alveg að ég er að feika þetta og mjólka fjarveruna 'for all it's worth' þá stakk þetta nú í hjartað á henni. Það verður að segjast eins og er.

Annars höfðum við feðgarnir höfðum það nú aldeilis kósí í gærkvöldi. Lærðum og lásum og dunduðum okkur saman. Svo fékk ég að sofa í mömmu rúmi (svo pabbi væri nú ekki einn). Ég bætti um betur því ég skreið ofan í náttbuxurnar hennar mömmu minnar og neitaði að fara úr þeim. :)
Það er ekki alslæmt að mamma fari stundum til útlanda....

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Hver á meira í mér... :)

.... mamma auðvitað. Nema hvað!

mánudagur, febrúar 11, 2008

Símavændi.......

Þegar mér finnst mamma og pabbi vera leiðinleg við mig - sem gerist nánast daglega - þá laumast ég með símann inn í herbergi og hringi í hann afa minn. Hann afa Villa. Hann er alltaf til í að hlusta á barlóm í litlum drengjum og oftar en ekki gefur hann grænt ljós á að ég fái að koma í heimsókn. Eins og til dæmis í kvöld.
Ó ég átti svo bágt. Ógeðslega leiðinlegt að vera svona 'einn heima' (að hafa báða foreldra mína hjá mér telst nú ekki með ónei). Þá heyrði mamma snöktið í mér innan úr herbergi þar sem ég hafði vafið mig inn í sængina mína og grenjaði í afa mínum í símann um að mega koma til hans.
Það verður seint á mig logið að ég sé ekki sjálfbjarga.